Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. desember 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Ef ég gerði mistök þá var það að gera Origi ekki að fyrirliða
Divock Origi, leikmaður Liverpool.
Divock Origi, leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Salah var vonsvikinn með að vera ekki fyrirliði gegn Midtjylland.
Salah var vonsvikinn með að vera ekki fyrirliði gegn Midtjylland.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah hefur verið þónokkur í umræðunni síðustu daga. Hann fór í viðtal við spænska fjölmiðilinn AS þar sem hann kvaðst vera mjög vonsvikinn yfir því að fá ekki að vera fyrirliði Liverpool í Meistaradeildarleik gegn Midtjylland.

Salah daðraði einnig við Barcelona og Real Madrid í viðtalinu. „Madrid og Barcelona eru tvö stór félög. Hver veit hvað gerist í framtíðinni, en akkúrat núna er ég einbeittur á að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool," sagði Salah.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki hafa áttað sig á því hversu mikilvægt það er að vera fyrirliði. Hann segist hafa gert mistök með því að gera Divock Origi ekki að fyrirliða í leiknum.

„Ég var lengi vel fyrirliði á mínum leikmannaferli... ég áttaði mig ekki á því hversu mikilvægt það er fyrir leikmenn og hversu stór saga það væri fyrir Trent," sagði Klopp en Alexander-Arnold var fyrirliði í leiknum.



„Við erum í raun með fjóra fyrirliða; Jordan Henderson, James Milner, Virgil van Dijk og Gini Wijnaldum. Ef þeir spila ekki, þá er það vanalega leikmaðurinn sem hefur verið lengst hjá félaginu sem fær fyrirliðabandið. Ég hélt að það væri Trent. Ég er þá bara að tala um atvinnumannaferilinn. Svo sagði mér einhver að það hefði átt að vera Divock Origi ef við erum að byggja á því."

„Ég talaði við Mo um þetta. Hann fór í viðtal, en það er ekki vandamál fyrir mig. Hann var augljóslega vonsvikinn og það var ekki ætlun mín, en ef ég gerði einhver mistök þá var það að gera Origi ekki að fyrirliða."

Klopp sér ekki ástæðu fyrir því að Salah vilji yfirgefa Liverpool. „Eina ástæðan til að yfirgefa Liverpool núna er veðrið. Hvaða aðrar ástæður gætu verið fyrir því? Þetta er eitt stærsta félag í heimi," sagði Þjóðverjinn og bætti því við að hann gæti ekki neytt Salah eða aðra leikmenn til að vera áfram ef þeir vilja ekki vera hjá félaginu.

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið á leik gegn West Brom á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner