Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 15:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kanadískur kantmaður í Þór (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Þór
Þór tilkynnti í dag um komu nýs leikmanns til félagsins. Clément Bayiha hefur srifað undir samning við Þór og verður með liðinu næstu tvö tímabil.

Hann er kanadískur kantmaður sem lék síðast með York United í kanadísku úrvalsdeildinni. Hann hefur einnig leikið í MLS deildinni í Bandaríkjunum og norsku úrvalsdeildinni. Þá á hann að baki sjö leiki fyrir yngri landslið Kanada. Hann á rætur að rekja til Kamerún.

Hann var í rúmt hálft ár liðsfélagi Róberts Orra Þorkelssonar hjá CF Montreal.

Hópurin hjá Þór er að taka á sig mynd en Sigurður Höskuldsson, þjálfari liðsins, sagði við Fótbolta.net í síðasta mánuði að hann vildi fá kantmann og miðjumann í hópinn. Núna er kantmaðurinn kominn.

Komnir
Yann Emmanuel Affi frá BATE
Ibrahima Balde frá Vestra
Clément Bayiha frá Kanada
Franko Lalic frá Dalvík/Reyni
Juan Guardia frá Völsungi
Orri Sigurjónsson frá Fram
Víðir Jökull Valdimarsson frá KH
Jón Jökull Hjaltason frá Þrótti Vogum (var á láni)
Pétur Orri Arnarson frá Kormáki/Hvöt (var á láni)

Farnir
Aron Einar Gunnarsson til Katar
Birkir Heimisson í Val
Auðunn Ingi Valtýsson til Dalvíkur/Reynis
Marc Sörensen til Danmerkur
Aron Kristófer Lárusson í HK
Alexander Már Þorláksson
Árni Elvar Árnason til Fjölnis
Birgir Ómar Hlynsson til ÍBV á láni
Bjarki Þór Viðarsson í Magna
Elmar Þór Jónsson
Athugasemdir
banner
banner
banner