Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júlí 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Javi Gracia er nýr þjálfari Valencia (Staðfest)
Javi Gracia.
Javi Gracia.
Mynd: Getty Images
Javi Gracia hefur verið ráðinn þjálfari Valencia á Spáni og gerir hann tveggja ára samning við félagið.

Gracia stýrði síðast Watford en fékk sparkið þar í september á síðasta ári eftir aðeins fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann tók við Watford í janúar 2018 og kom liðinu í úrslitaleik enska bikarsins en fékk svo ekki mikinn tíma á nýafstöðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Watford rak einnig Quique Sanchez Flores og Nigel Pearson á tímabilinu og féll úr deild þeirra bestu.

Valencia hafnaði í níunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili. Gracia tekur við starfinu af Albert Celades, en Salvador González, betur þekktur sem Voro, stýrði liðinu í síðustu leikjum tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner