Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. júlí 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samu og Hulk til Hattar/Hugins (Staðfest)
Nýju mennirnir.
Nýju mennirnir.
Mynd: Höttur/Huginn
Þeir Samuel Hernandez Gomez og Jesus Perez Lopes hafa skrifað undir samning þess efnis að klára tímabilið með Hetti/Huginn og munu fá leikheimild þegar að leikmannaglugginn opnar í byrjun ágúst.

Þeir Samu og Hulk eins og þeir eru kallaðir koma úr Spænsku 4. deildinni en þeir léku með liðunum El Palmar og Racing Murcia.

„Hlutverk Samu er að styrkja varnarleik liðsins en Hulk kemur vonandi með mörk en gengi liðsins hefur ekki verið eins gott og þjálfarar, stjórn og leikmenn liðsins myndu vilja. Þá liggur fyrir að þeir Steinar Aron Magnússon og Gísli Björn Helgason fara fljótlega út í nám og er það skarð fyrir skildi," segir í tilkynningu frá Hetti/Hugin.

„Við treystum því að stuðningsfólk taki þeim félögum opnum örmum en næsti heimaleikur er gegn Nenad og félögum í Ægi þann 8. ágúst en það verður sömuleiðis fyrsti leikur Hulk og Samu."

Höttur/Huginn er í næst neðsta sæti 3. deildar karla með sjö stig eftir átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner