Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 27. desember 2020 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Christian Gross tekinn við Schalke (Staðfest)
Gross er með frábært orðspor á bakinu og hefur unnið til verðlauna með nokkrum félagsliðum.
Gross er með frábært orðspor á bakinu og hefur unnið til verðlauna með nokkrum félagsliðum.
Mynd: Getty Images
Schalke hefur ráðið Christian Gross sem þjálfara félagsins út tímabilið og er hann þriðji aðalþjálfari Schalke á tímabilinu eftir að Manuel Baum og David Wagner voru reknir.

Schalke hefur farið hörmulega af stað og er enn sigurlaust á deildartímabilinu, með fjögur stig eftir þrettán umferðir.

Gross er Svisslendingur sem hefur starfað sem þjálfari í rúmlega þrjá áratugi. Hann stýrði Tottenham Hotspur tímabilið 1997-98 og var við stjórnvölinn hjá Stuttgart 2009-10. Hann var fenginn á miðju tímabili til að bjarga félögunum frá falli og tókst ætlunarverk sitt í bæði skiptin.

Í heimalandinu hefur hann stýrt og unnið til margra verðlauna með Grasshopper, Basel og Young Boys en undanfarin ár hefur hann verið mikið í Sádí-Arabíu og Egyptalandi þar sem hann stýrði Al-Ahli og Zamalek.

Það verður ansi erfitt fyrir Gross að rétta úr skútunni hjá Schalke. Liðið er aðeins komið með 8 mörk í 13 leikjum og búið að fá 36 á sig. Það er því margt sem þarf að laga.

Sem leikmaður lék Gross 29 leiki fyrir Bochum í þýsku deildinni tímabilið 1980-81 og skoraði 4 mörk. Hann var varnarsinnaður miðjumaður og lék einn A-landsleik fyrir Sviss.
Athugasemdir
banner
banner
banner