Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. desember 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Salah gagnrýndur harkalega fyrir myndbirtingu
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah birti mynd af sér að fagna jólunum með fjölskyldunni en hefur fengið óvægna gagnrýni og hótanir fyrir myndbirtinguna.

Salah er frá Egyptalandi þar sem fólk trúir á Íslam. Múslimar halda ekki uppá jól og hefur Salah verið gagnrýndur fyrir að 'svíkja trúna' sína með þessari myndbirtingu.

Salah birti myndina á Twitter og Instagram meðal annars og má sjá að öll vinsælustu svörin tengjast íslam.

Milljónir hafa séð jólamynd Salah fjölskyldunnar og þúsundir hafa tjáð sig um hana en knattspyrnumaðurinn virðist ekki ætla að taka myndina út af samfélagsmiðlum.

Mikið hefur verið rætt um framtíð Salah að undanförnu og hann verið orðaður við stærstu lið spænska boltans, Barcelona og Real Madrid.

Salah hefur verið að raða inn mörkunum með Liverpool á tímabilinu og er kominn með 13 í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.




Athugasemdir
banner
banner
banner