Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. júní 2020 10:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ian Baraclough tekur við Norður-Írlandi (Staðfest)
Ian Baraclough.
Ian Baraclough.
Mynd: Getty Images
Ian Baraclough hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Norður-Írlands. Tekur hann við starfinu af Michael O'Neill sem hættir með landsliðið þar sem hann er tekinn við Stoke í Championship-deildinni.

Baraclough er 49 ára gamall og var síðast þjálfari U21 landsliðs Norður-Írlands. Hann er fyrrum knattspyrnustjóri Scunthorpe United, Sligo Rovers og Motherwell.

Baraclough er aðeins annar Englendingurinn sem tekur við Norður-Írlandi.

Baraclough segir mikinn heiður að vera orðinn A-landsliðsþjálfari og nú fær hann það verkefni að stýra Norður-Írum í gegnum umspilið fyrir EM, sem á að fara fram næsta sumar. Norður-Írar eiga að mæta Bosníu, og ef þeir vinna það þá mæta þeir annað hvort Írlandi eða Slóvakíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner