Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. desember 2020 15:21
Magnús Már Einarsson
Valgeir Lunddal til Hacken (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Hacken hefur keypt bakvörðinn Valgeir Lunddal Friðriksson frá Íslandsmeisturum Vals.

Hinn 19 ára gamli Valgeir sló í gegn hjá Val á nýliðnu tímabili en hann var valinn efnilegastur í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Valgeir, kom til Vals frá Fjölni í fyrra, en hann er réttfættur og spilaði á kantinum og í hægri bakverði áður en hann eignaði sér stöðu vinstri bakvarðar hjá Val í byrjun tímabils í ár.

Valgeir er nú á leið í sænsku úrvalsdeildina en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Hacken.

„Valur hafnaði tilboðum sem bárust í leikmanninn á nýliðnu tímabili en hefur tekið tilboði sem barst frá BK Hacken nýverið," segir á Facebook síðu Vals.

Hacken endaði í 3. sæti í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og spilar í Evrópudeildinni á næsta ári.

„Ég vildi taka næsta skref á ferli mínum. Allsvenskan er stærri deild og BK Hacken stærra félag og ég spila líka í Evrópukeppni á næsta tímabili. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir mig að verða atvinnumaður í fótbolta, það hefur verið draumur minn síðan ég var barn," sagði Valgeir eftir undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner