Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 29. janúar 2023 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Jordan Larsson til FCK (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA

FC Kaupmannahöfn er búið að staðfesta lánssamning við Jordan Larsson, son sænsku goðsagnarinnar Henrik Larsson sem lék meðal annars fyrir Celtic, Barcelona og Manchester United.


Jordan er 25 ára gamall framherji sem kemur á lánssamningi frá Schalke þar sem hann hefur komið við sögu í tólf leikjum á tímabilinu án þess að skora. Hann er kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem fremsti sóknarmaður eða framarlega á miðjunni.

Hann þótti mikið efni á sínum tíma og var fastamaður í liði Helsingborg frá táningsaldri en gekk illa eftir að hann skipti til NEC Nijmegen í Hollandi.

Larsson gerði vel þegar hann sneri aftur í sænska boltann og raðaði inn mörkunum á sínu öðru tímabili hjá Norrköping - sem varð til þess að Spartak Moskva opnaði veskið til að kaupa hann. Dvölin í Rússandi var sveiflukennd og endaði með stríðinu, en í heildina skoraði Larsson 27 mörk og gaf 9 stoðsendingar í 83 leikjum.

Eftir innrásina í Úkraínu skoraði Larsson þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar í ellefu leikjum með AIK áður en hann ákvað að skipta yfir til Schalke á frjálsri sölu.

Í Kaupmannahöfn gengur hann til liðs við mikið Íslendingafélag þar sem Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson eru allir á mála hjá FCK.

Larsson á eitt mark í sjö landsleikjum fyrir Svíþjóð eftir að hafa spilað 44 leiki fyrir yngri landsliðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner