sun 29. janúar 2023 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ounahi til Marseille (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Azzedine Ounahi er loksins búinn að skipta um félag eftir svakalegan janúarglugga.

Ounahi vakti athygli á sér með landsliði Marokkó á HM í Katar og var í kjölfarið seldur frá Angers, sem vermir botnsæti frönsku deildarinnar.

Napoli og Leeds eru meðal félaga sem vildu fá Ounahi í sínar raðir og virtist miðjumaðurinn vera á leið til Leeds fyrr í mánuðinum. Hann var staddur á flugvellinum á leið til Leeds þegar hann fékk veður af tilboði frá Marseille og ákvað að skoða það frekar.

Marseille tókst þannig að krækja í miðjumanninn sem gerir fjögurra og hálfs árs samning til 2027.

Kaupverðið er óuppgefið en talið nema um 10 milljónum evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner