Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 29. maí 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjar Kristmunds nýr aðstoðarþjálfari Víkings Ó. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík er búið að ráða Brynjar Kristmundsson til starfa sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla.

Brynjar býr yfir mikilli reynslu úr íslenska boltanum og var hann leikmaður Víkings í tæpan áratug.

Brynjar hefur einnig leikið fyrir Val, Fram og Gróttu á ferlinum en hann lék fyrir Þrótt Vogum síðustu tvö tímabil. Hann lagði skóna á hilluna í fyrra vegna meiðsla.

Brynjar er aðeins 28 ára gamall og verður áhugavert að sjá hvað hann færir Ólafsvíkingum í sumar. Víkingur Ó. endaði í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra, sem mun heita Lengjudeildin í ár.

Brynjar á 127 keppnisleiki að baki fyrir Víking Ó.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner