Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. maí 2021 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ofhugsun eða meistarabragð?
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: EPA
Eftir að það var tilkynnt um byrjunarliðin fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld, þá hefur sú umræða myndast hvort að Pep Guardiola, stjóri Man City, sé enn eina ferðina að falla í þá gryfju að ofhugsa hlutina.

Hjá Man City byrja Gabriel Jesus, Sergio Aguero, Joao Cancelo, Fernandinho, Ferran Torres og Rodri allir á bekknum. Ekki amalegur varamannabekkur að eiga. Raheem Sterling byrjar og það er engin náttúruleg nía í byrjunarliði City.

Þrátt fyrir það er liðið sóknarsinnað og enginn djúpur miðjumaður í byrjunarliðinu. Bæði Rodri og Fernandinho byrja á bekknum hjá City.

„Ég bjóst ekki við því að Sterling yrði í liðinu, ég bjóst við að hann myndi halda í liðið sem hann hefur verið að nota í Meistaradeildinni upp á síðkastið," sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, á Stöð 2 Sport.

„Við vorum að ræða þá áðan hvort við ættum í enn eitt skiptið að velta vöngum yfir því að hann væri að ofhugsa hlutina. Þetta er engin brjáluð breyting nema að þeir eru ekki með varnarsinnaðan miðjumann í liðinu. Gundogan hefur sýnt áður að hann getur leyst það. Gundogan færir sig aftar og ætli Sterling færi sig ekki inn á miðjuna."

Guardiola ætlar að sækja til sigurs; þetta er annað hvort ofhugsun eða meistarbragð hjá honum.

Sjá einnig:
Ofhugsarinn Guardiola - Af hverju var Man City að breyta?






Athugasemdir
banner
banner