Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 15. ágúst 2020 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ofhugsarinn Guardiola - Af hverju var Man City að breyta?
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Man City, ákvað að byrja með þriggja manna vörn gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Hann tók Phil Foden, sem spilaði mjög vel gegn Real Madrid í síðustu viku, út út liðinu og setti varnarmanninn Eric Garcia kom inn í liðið og var hluti af þriggja manna vörn ásamt Fernandinho og Aymeric Laporte. Foden kom ekki einu sinni inn á í kvöld.

„Af hverju spilarðu ekki venjulega liðinu þínu í venjulega leikkerfinu gegn veikara liði? Hann verður að taka sökina," sagði Julien Laurens, sérfræðingur um franskan fótbolta, á BBC um Guardiola.

Guardiola ofhugsar oft hlutina. Rætt var einnig um það í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport.

„Þeir byrja með þessa þriggja manna varnarlínu. Af hverju voru þeir að breyta? Þeir hafa verið mikið í fjögurra manna varnarlínu, þrír inn á miðjunni og þrír inn á topp. Þeir breyta í það þegar Riyad Mahrez kemur inn á og þá fannst manni betri taktur í þeirra leik," sagði Davíð Þór Viðarsson í Meistaradeildarmörkunum.

Atli Viðar Björnsson sagði þá: „Lyon er ekki sexý fótboltalið ef að menn aðhyllast skemmtilega sóknarknattspyrnu, en þeir gera sitt ofboðslega vel. Þeir standa fyrir það að liggja til baka og sækja hratt með gæðaleikmenn eins og Memphis, Aouar og fleiri."

„En af því að þið voruð að tala um Guardiola, að breyta taktík. Hefur það ekki loðað við hann á þessum ögurstundum að hann virðist ofhugsa hlutina? Breyta til, af því að manni finnst bara til að vera sniðugur og oftar en ekki virðist hann fá það í bakið."


Athugasemdir
banner