Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   fös 29. júlí 2022 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Rosenborg ætlar að kaupa Ísak Snæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lucas Arnold, sérfræðingur um íslenskan fótbolta, greinir frá því á Twitter að norska stórveldið Rosenborg hafi áhuga á að kaupa Ísak Snæ Þorvaldsson til sín frá Breiðabliki.


Rosenborg keypti Kristal Mána Ingason fyrr í sumar og er Ísak Snær næstur á lista.

Kristall Máni og Ísak Snær hafa verið í miklu lykilhlutverki með sterkustu liðum Bestu deildarinnar í sumar og vakið verðskuldaða athygli utan landsteinanna.

Lucas tekur sérstaklega fram að félagsskiptin muni ekki eiga sér stað fyrr en eftir að Breiðablik lýkur keppni í forkeppni Sambandsdeildarinnar, þar sem Kópavogsstrákarnir spila næst við stórlið Basaksehir frá Istanbúl í undanúrslitum um sæti í riðlakeppninni.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvort félagsskiptin gangi í gegn og hvernig unglingalandsliðsmennirnir Kristall Máni, fæddur 2002, og Ísak Snær, fæddur 2001, ná saman í Noregi.


Athugasemdir
banner
banner
banner