Patrick Pedersen endaði sem markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Hann skoraði 17 mörk í sumar. Það er samt bara bónus við það að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem Valur gerir annað árið í röð. Valur sigraði Keflavík 4-1 í dag og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 1 Keflavík
„Þetta er mjög tilfinning að vinna titilinn aftur. Ég er mjög ánægður núna," sagði Patrick eftir sigurinn á Keflavík.
„Við drápum leikinn eftir 20 mínútur. Þetta var búið þá."
„Það mikilvægasta var að vinna titilinn. Ég var að hugsa um markametið þegar við vorum komnnir 3-0 yfir og reyndi mikið að skora, en það gekk ekki í dag. Ég er mjög ánægður með titilinn," sagði Patrick sem var tveimur mörkum frá markametinu í Pepsi-deildinni.
Aðspurður að því hvort hann vildi vera áfram hjá Val sagði Patrick: „Af hverju ekki? Þetta er sterkt lið og gott fólk í kringum liðið."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir