Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 29. október 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úrvalsdeildin ætlar að endurskoða notkunina á VAR
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin ætlar að endurskoða stefnu sína með notkunina á VAR-skjáunum á völlunum. Mörg umdeild atvik hafa átt sér stað frá því að úrvalsdeildin hóf notkun á VAR - í upphafi þessa tímabils.

100 leikir hafa farið fram í deildinni og VAR hefur snúið við 26 ákvörðunum og margar komu um liðna helgi. Hingað til hafa áhorfendur ekki séð dómara í deildinni nota skjáina sem eru við hliðarlínuna á öllum völlum í deildinni.

Mike Riley, sá sem ræður mestu í dómaramálum á Englandi, hefur sagt dómurum að notast ekki við skjáina heldur treysta á VAR herbergið og dómarann þar.

Núna ætlar deildin að endurskoða þetta og íhugar að láta dómarana skoða atvikin sjálfir.

Sjá einnig: Crouch líkir VAR-skjá við tíma sinn hjá Burnley
Athugasemdir
banner
banner