Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. október 2019 22:30
Aksentije Milisic
Crouch líkir VAR-skjá við tíma sinn hjá Burnley
Crouch í leik með Burnley.
Crouch í leik með Burnley.
Mynd: Getty Images
Dómari skoðar VAR-skjá.
Dómari skoðar VAR-skjá.
Mynd: Getty Images
Arsenal og Crystal Palace áttust við í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem leikar enduðu 2-2 í fjörugum leik.

Sokratis Papastathopolos hélt að hann væri að tryggja Arsenal sigurinn þegar hann skoraði á 83. mínútu eftir baráttu í teignum en svo reyndist ekki þar sem VAR dómgæslan taldi að brotið hafi verið á Luka Milivojevic í aðdragandanum.

Peter Crouch, sem á að baki 42 leiki fyrir enska landsliðið, var gestur í Match of the Day á BBC í gær.

„Ég hef horft á þetta núna 406 sinnum og það er ekkert augljóst við þetta," sagði Crouch.

„Mér finnst að Sokratis hafi tekið þessu allt of vel. Ég sjálfur hefði verið algjörlega brjálaður ef þetta mark yrði tekið af mér."

„Þetta var ekki nógu augljóst til þess að flauta brot. Þessir VAR-skjáir á hliðarlínunum minna mig svolítið á feril minn hjá Burnley, ég var lítið notaður og mjög sár!"
Crouch hafði þetta að segja um skjáina og vísaði þá í að dómarar á Englandi fara aldrei sjálfir að skjánum til þess að skoða atvikin.

Að lokum sagði Crouch að dómari leiksins, Martin Atkinson, hefði átt að fara og skoða atvikið sjálfur. Þá hugsanlega hefði niðurstaðan orðið önnur.

Sjá einnig:
Af hverju var sigurmark Arsenal dæmt af?

Athugasemdir
banner