Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. desember 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thiago Motta rekinn frá Genoa (Staðfest)
Motta var aðeins tvo mánuði í starfi.
Motta var aðeins tvo mánuði í starfi.
Mynd: Getty Images
Ítalska úrvalsdeildarfélagið Genoa hefur rekið Thiago Motta úr starfi þjálfara. Hann stýrði liðinu í rúma tvo mánuði.

Motta var ráðinn til starfa þann 22. október eftir að hafa verið þjálfari U19 liðs Paris Saint-Germain. Thiago Motta fæddist í Brasilíu en lék 30 landsleiki fyrir Ítalíu á leikmannaferlinum.

Hann vann fjölda titla sem leikmaður; með Barcelona, Inter og Paris Saint-Germain.

Undir stjórn Motta vann Genoa tvo af tíu leikjum sínum. Liðið er á botni ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Davide Nicola, fyrrum leikmaður Genoa, tekur við liðinu. Hann er 46 ára gamall og var síðast við stjórnvölinn hjá Udinese.

Hann komst í fréttirnar árið 2017 er hann 1300 kílómetra eftir að liðið sem hann stýrði þá, Crotone, hélt sér uppi í Seríu A.
Athugasemdir
banner
banner
banner