Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. desember 2020 12:24
Magnús Már Einarsson
Diego Costa farinn frá Atletico Madrid (Staðfest)
Diego Costa getur fundið nýtt félag í janúar.
Diego Costa getur fundið nýtt félag í janúar.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid hefur samþykkt að rifta samningi sínum við framherjann Diego Costa en félagið greindi frá þessu í dag. Costa getur því gengið frítt til liðs við annað félag.

„Félagið óskar framherjanum alls hins besta í næsta skrefi á ferlinum," segir í tilkynningu frá Atletico.

Costa hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom aftur til Atletico Madrid frá Chelsea árið 2018. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn og Costa hefur lítið spilað.

Hinn 32 ára gamli Costa hefur á þessu tímabili skorað tvö mörk í sjö leikjum með toppliði Atletico Madrid.

Costa gekk fyrst til liðs við Atletico Madrid árið 2010 en hann spilaði með Chelsea 2014-2017 áður en hann sneri aftur til Atletico.
Athugasemdir
banner
banner