Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selfoss fær bandarískan markvörð (Staðfest)
Amanda Leal er mætt á Selfoss.
Amanda Leal er mætt á Selfoss.
Mynd: Selfoss
Selfoss hefur krækt í bandarískan markvörð sem mun leika með félaginu í Bestu deild kvenna næsta sumar.

Markvörðurinn heitir Amanda Leal og er fædd árið 1999.

Hún kemur úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum, úr Stanislaus State háskólanum þar sem hún hefur varið mark Stan State Warriors eftir að hafa leikið áður fyrir Cal State háskólann.

„Amanda með góða tækni til að geta tekið þátt í uppspili liðsins eins og við viljum spila," segir Björn Sigurbjörnsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss.

Tiffany Sornpao lék í marki Selfoss í fyrra en hún kemur þá ekki aftur. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var orðuð við Selfoss fyrr í vetur en hún fór í Stjörnuna.

Selfoss hafnaði í fimmta sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner