Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 30. september 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kevin-Prince Boateng til Monza (Staðfest)
Boateng í leik með Fiorentina.
Boateng í leik með Fiorentina.
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng er búinn að staðfesta sín eigin félagaskipti til ítalska B-deildarfélagsins Monza sem er í eigu Silvio Berlusconi, fyrrum eiganda AC Milan.

Boateng er búinn að skrifa undir eins árs samning við Monza en hann lék að láni hjá Besiktas á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 3 mörk í 11 leikjum.

Boateng, 33 ára, er mikill flakkari og hefur spilað fyrir Fiorentina, Barcelona, Sassuolo, Eintracht Frankfurt, Las Palmas, AC Milan og Schalke á síðustu sex árum.

„Þetta er líklega erfiðasta áskorun ferilsins en ég get ekki beðið eftir að byrja," segir Boateng um skiptin.

Boateng hefur spilað yfir 100 leiki í efstu deild á Ítalíu en hann hefur aldrei áður spilað í B-deild, hvorki þar né í öðrum löndum.

Boateng hefur leikið fyrir Tottenham og Portsmouth í enska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner