Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 30. desember 2019 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar: Loka engum dyrum á endurkomu Mexíkóanna
Sandra og Bianca.
Sandra og Bianca.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Hjörvar og Donni saman á bekknum.
Andri Hjörvar og Donni saman á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudaginn í síðustu viku var tilkynnt um félagaskipti Mexíkóanna Söndry Stephany Mayor og Biöncu Elissa Sierra frá Þór/KA yfir í mexíkóska félagið Tigres.

Sjá einnig:
Sandra og Bianca semja við Tigres (Staðfest)

Þær hafa leikið stórt hlutverk í liði Þór/KA. Sandra, sem er sóknarmaður, hefur skorað 68 mörk í 83 deildar- og bikarleikjum fyrir Þór/KA. Varnarmaðurinn, Bianca, hefur leikið 60 leiki fyrir Þór/KA og skorað í þeim tvö mörk.

Bianca kom til Þór/KA fyrir sumarið 2017 en Sandra lék einnig með liðinu árið 2016. Mexíkósku deildinni, Liga MX, er skipt í tvo hluta.

Clausura-hluti mexíkósku deildarinnar fer fram fyrri part árs, þeim hluta lýkur í maí með úrslitakeppni. Apertura-hluti deildarinnar fer svo fram seinni part árs, hefst seint í júlí og lýkur með úrslitakeppni í nóvember/desember. Tigres sigraði í úrslitakeppni Clausura hlutans en tapaði í úrslitaleik Apertura nú í desember.

Það er því um tveggja mánaða hlé á deildinni í Mexíkó frá maí fram í júlí. Andri Hjörvar Albertsson, sem tók við sem aðalþjálfari Þór/KA eftir tímabilið 2019 (var áður aðstoðarmaður Donna Sigurðssonar), var spurður út í mál Mexíkóanna í samtali við Fótbolta.net.

Er einhver möguleiki á því að Mexíkóarnir komi aftur í lið Þór/KA í maí?

„Það er alltaf möguleiki, ég verð samt að viðurkenna að ég veit ekki hvenær deildinni lýkur í Mexíkó," sagði Andri við Fótbolta.net

„Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða þegar nær dregur. Mér finnst persónulega frekar seint að taka ákvörðun með leikmenn í maí en maður vill ekki loka neinum dyrum, sérstaklega á þessa tvo leikmenn sem hafa verið hjá okkur og staðið sig með prýði."

„Á þessum tímapunkti get ég ekki sagt mikið og við erum ekki með neitt fast í höndunum varðandi þessa leikmenn,"
sagði Andri.

Á þessum tímapunkti hvaða lausnir hafa verið skoðaðar varðandi styrkingu vegna brotthvarfs Söndru og Biöncu?

„Við að sjálfsögðu verðum að gera einhverjar áætlanir varðandi þeirra brotthvarf. Við fórum strax í það að skoða leikmenn þegar ég skrifaði undir samninginn og við erum ennþá í þannig vinnu."

„Við viljum helst reyna að mynda einhvern hóp sem fyrst þannig að hann geti komið saman og spilað fram að móti en stundum koma leikmenn frekar seint inn, þá er það bara eins og það er."

„Við erum að leita í kringum okkur og við höfum augun opin fyrir áhugaverðum leikmönnum,"
sagði Andri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner