fös 27. desember 2019 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra og Bianca semja við Tigres (Staðfest)
Sandra og Bianca.
Sandra og Bianca.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra Stephany Mayor Gutierrez og Bianca Elissa Sierra hafa báðar samið við Tigres í heimalandinu, Mexíkó. Þær hafa leikið með Þór/KA undanfarin ár.

Sandra hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar frá því hún kom fyrst hingað til lands árið 2016. Hún var gríðarlega mikilvæg er Akureyrarfélagið varð Íslandsmeistari 2017. Það tímabil skoraði hún 19 mörk í 18 deildarleikjum.

Síðasta sumar gerði Sandra 11 mörk í 15 deildarleikjum og tvö mörk í þremur bikarleikjum.

Bianca er varnarmaður sem lék fyrst með Þór/KA Íslandsmeistaratímabilið 2007. Síðasta sumar spilaði hún eins og Sandra, 15 leiki í Pepsi Max-deildinni.

Tigres er eitt stærsta félagið í Mexíkó, en mótið í Mexíkó klárast í maí, á svipuðum tíma og Pepsi Max-deild kvenna hefst. Það er því spurning hvort þær spili aftur á Íslandi næsta sumar eða ekki.



Athugasemdir
banner
banner