Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 31. desember 2020 19:27
Aksentije Milisic
Bjarki Baldursson og Hrannar Snær Magnússon framlengja við KF (Staðfest)
Hrannar Snær Magnússon krotar undir.
Hrannar Snær Magnússon krotar undir.
Mynd: KF
Bjarki Baldursson og Hrannar Snær Magnússon hafa báðir framlengt samninga sína við KF. KF leikur í annari deild en liðið endaði í 6. sæti sem nýliðar á síðustu leiktíð.

Bjarki er fæddur 1999 en hann er uppalinn hjá Þór á Akureyri. Bjarki lék 19 leiki fyrir KF á síðasta tímabili sem var hans fyrsta hjá félaginu.

Hrannar Snær vakti athygli fyrir spilamennsku sína á síðustu leiktíð og þótti hann vera einn besti leikmaður KF. Hann spilaði bæði í bakverði og á miðjunni en hann fór síðan til Bandaríkjanna í nám þegar tímabilið var hálfnað.

„Við endum árið með stæl!
Bjarki Baldursson og Hrannar Snær Magnússon skrifuðu undir áframhaldandi samning við KF
Siglfirski Akureyringurinn Bjarki er fæddur 1999 og kom hann til KF núna fyrir síðasta tímabil. Bjarki spilaði 19 leiki fyrir KF í hægri bakverðinum.
Hrannar Snær er uppalinn Ólafsfirðingur og er hann fæddur 2001. Hrannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir KF árið 2018 og er hann kominn með 34 leiki og hefur hann skorað í þeim 2 mörk.
Gríðarleg ánægja er með að halda þessum mikilvægum mönnum í okkar herbúðum!"
segir í tilkynningu frá KF.
Athugasemdir
banner
banner