Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 03. október 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Doddi litli spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Doddi litli.
Doddi litli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Doddi er smeykur við Lukaku.
Doddi er smeykur við Lukaku.
Mynd: Getty Images
Danny Welbeck skorar sigurmarkið Arsenal gegn Chelsea samkvæmt spá Dodda.
Danny Welbeck skorar sigurmarkið Arsenal gegn Chelsea samkvæmt spá Dodda.
Mynd: Getty Images
Viðar Örn Kjartansson var með sex rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi fyrir viku.

Útvarpsmaðurinn geðþekki Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli, spáir í leikina að þessu sinni.

Hull 3 - 1 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Mér finnst fáránlegt hvað Palace eru að sækja fín úrslit miðað við lið. Ég var viss um að þetta væri bara Pulis magic í fyrra en þetta er bara Kristallinn í liðinu. Vinur minn Bruce mun samt stoppa þetta rugl enda ekki mikill nýaldarmaður, vill bara sinn bjór og nýrnarböku og rúllar þessu upp 3-1. Nýji senterinn með, Hernández þrennu, virkilega sexy player.

Leicester 2 - 0 Burnley (14:00 á morgun)
Man U baninn Jamie Vardy klárar þetta.

Liverpool 2 - 0 WBA (14:00 á morgun)
Magnað að fylgjast með rimmu Liverpool og Man U fylgjenda. Það er enginn að pæla í því að Chelsea eru að stinga deildina af heldur snýst þetta um hvað hinn sagði í síðustu viku eða í fyrra og nú er liðið hans svo lélegt að hann ætti bara að halda kjafti (tek það fram að ég er einn þessara aðilla) svo finnt mér álíka skrítið að sjá síðan þá sem eru í tapliðinu kvarta og væla yfir því að tap hins aðilans sé það eina sem pælt er í. Ég segi, höldum með okkar liði, skjótum á hitt liðið en hættum þessu væli og stoppum Chelsea! já leikurinn? Því miður verð ég að gefa Liverpool þetta (djók) 2-0 þrátt fyrir að WBA hafi unnið einhverja leiki þá eiga þeir ekki séns í meistara Rodgers (out)

Sunderland 2 - 4 Stoke (14:00 á morgun)
Hef alltaf verið Sparkymaður og er hrifinn af þessum breytingum á Brittania. Stoke að spila fótbolta er eitthvað sem maður er ekki vanur að sjá en ég er farinn að skipta yfir á Stokeleiki þegar Man U eru að kúka á sig (og Liverpool að vinna) svo ég segi 2-4 í frábærum leik.

Swansea 5 - 0 Newcastle (14:00 á morgun)
Gylfi með 5.

Aston Villa 0 - 4 Manchester City (16:30 á morgun)
Sanderos er með Villa, Kun er með City?

Manchester United 3 - 3 Everton (11:00 á sunnudag)
Hvaða magnaði varnarmaður Man U ætlar að sjá um Lukaku? Það verður boðið upp á mörk, Mata mun hlaupa þrisvar í vörnina en ekki gera neitt gagn þar, hann gæti aðstoðað Fálkann með sína fyrstu þrennu í EPL geri mér smá vonir um 3-3, það er það besta sem Man U nær úr leiknum

Tottenham 1 - 2 Southampton (13:05 á sunnudag)
Koeman hefur heillað mig einna mest með sínu liði. Allar þessar sölur og kaup en samt er liðið strax tilbúið og er að spila sexy football. Pelle reddar þeim stigunum 1-2 Pelle? Hvaða Ítali skýrir barnið sitt Pelle? Sænskur Ítali?

Chelsea 0 - 1 Arsenal (13:05 á sunnudag)
Við í team Welback höldum pínu með Arsenal þessi dægrin og ég held að Costa fái loksins rauða spjaldið sitt og það frekar snemma þannig að Ars klára þetta 0-1. BringWelback með markið.

West Ham 0 - 0 QPR (15:15 á sunnudag)
Nenni ekki....0-0

Fyrri spámenn:
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner