Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 05. október 2014 19:05
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #1
Finnur Orri er orðaður við FH og KR.
Finnur Orri er orðaður við FH og KR.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigurður Egill er orðaður við Víking.
Sigurður Egill er orðaður við Víking.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ólafur Jóhannesson tekur líklega við Val.
Ólafur Jóhannesson tekur líklega við Val.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kristján Guðmundsson er orðaður við Blika.
Kristján Guðmundsson er orðaður við Blika.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Bergsveinn er eftirsóttur.
Bergsveinn er eftirsóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn gæti tekið við Gróttu.
Óskar Hrafn gæti tekið við Gróttu.
Mynd: Forlagid.is
Þá er komið að fyrsta slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið. Í slúðurpakkanum kemur fram helsti orðrómurinn sem gengur í bænum en við ítrekum að þetta er bara orðrómur.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]


FH: Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Blika, er á óskalista FH, sem og Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður ÍBV. Bjarni Ólafur Eiríksson, varnarmaður Vals, er einnig orðaður við FH. Erlend félög hafa sýnt Kassim Doumbia áhuga en líklegt er að hann verði áfram hjá FH.

Stjarnan: Ingvar Jónsson og Ólafur Karl Finsen gætu farið út í atvinnumennsku. Þórarinn Ingi Valdimarsson er einnig á óskalistanum hjá Íslandsmeisturunum.

KR: Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er líklega á leið til Noregs. Heimir Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson hafa verið nefndir til sögunnar sem eftirmenn. Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Blika, er orðaður við KR. Vesturbæjarliðið vill styrkja varnarleikinn en Bergsveinn Ólafsson hjá Fjölni, danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen og Bjarni Ólafur Eiríksson hafa verið nefndir til sögunnar þar. Hallgrímur Mar Steingrímsson gæti komið til KR frá KA en hann hefur æft með Vesturbæingum undanfarna daga. Markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson gæti einnig komið frá ÍBV.

Víkingur R.: Markvarðarskipti gætu verið í vændum í Víkinni en óvíst er með framtíð Ingvars Kale. Sigurður Egill Lárusson er líklega á leið í uppeldisfélagið Víking á nýjan leik eftir tvö ár hjá Val. Hinn öflugi Igor Taskovic verður áfram í Fossvoginum og Víkingar vilja styrkja hópinn fyrir næsta tímabil þar sem liðið er á leið í Evrópukeppni. Elías Már Ómarsson (Keflavík), Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir) og Almarr Ormarsson (KR) eru allir á óskalistanum. Framherjarnir Andri Rúnar Bjarnason hjá BÍ/Bolungarvík, Eyþór Helgi Birgisson hjá Víkingi Ólafsvík og Elvar Ingi Vignisson hjá Afureldingu hafa einnig verið orðaðir við Víking. Ólafur Þórðarson vill einnig fá Ásgeir Eyþórsson og Tómas Joð Þorsteinsson frá sínu fyrrum félagi Fylki.

Valur: Magnús Gylfason heldur ekki áfram sem þjálfari Vals en líklegt er að Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson taki við sem skipstjórar á Hlíðarenda. Aðstoðarþjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson mun líka hætta. Bjarni Ólafur Eiríksson ætlar að róa á önnur mið. Iain Williamson er á förum frá Val og óvíst er hvort Sigurður Egill Lárusson og Kolbeinn Kárason verði áfram hjá félaginu.

Fylkir: Óvíst er hvort Ásmundur Arnarsson haldi áfram sem þjálfari Fylkis en Hermann Hreiðarsson hefur verið orðaður við starfið. Sindri Snær Jensson markvörður KR og Trausti Sigurbjörnsson markvörður Þróttar hafa verið orðaðir við Fylki sem og Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður Víkings frá Ólafsvík.

Breiðablik: Ólíkegt er að Guðmundur Benediktsson haldi áfram með Blika. Blikar vilja fá þjálfara í fullt starf en Guðmundur vill ekki missa starf sitt hjá Stöð 2 Sport. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur hefur verið orðaður við Blika sem og Gregg Ryder þjálfari Þróttar. Óvíst er hvort Stefán Gíslason verði áfram hjá Blikum en hann náði sér ekki á strik í sumar. Fyrirliðinn Finnur Orri Margeirsson er samningslaus og ku hafa áhuga á að róa á önnur mið. Elfar Freyr Helgason er á leið til Svíþjóðar þar sem unnusta hans er á leið í nám og Árni Vilhjálmsson vill fara út í atvinnumennsku. Andri Rúnar Bjarnason, framherji BÍ/Bolungarvíkur, er sagður vera á óskalista Blika.

Keflavík: Ekki er ljóst hvort Kristján Guðmundsson muni halda áfram með Keflavík. Einhverjar kjaftasögur segja að Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson gætu komið ,,heim“ frá FH sem og Jónas Guðni Sævarsson frá KR. Þá er Arnar Darri Pétursson orðaður við Keflavík en óvíst er hvort sænski markvörðurinn Jonas Sandqvist verði áfram í Bítlabænum. Keflvíkingar hafa sýnt áhuga á að krækja í Guðmund Atla Steinþórsson framherja HK.

Fjölnir: Ágúst Gylfason mun líklega halda áfram sem þjálfari Fjölnis. Lítið annað slúður heyrist úr Grafarvoginum þessa dagana.

ÍBV: Sigurður Ragnar Eyjólfsson er hættur sem þjálfari ÍBV og fjölmörg nöfn hafa verið nefnd í þjálfarastólinn. Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍBV gæti tekið við og Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ó. hefur einnig verið orðaður við liðið og Gregg Ryder þjálfari Þróttar. Tómas Ingi Tómasson hefur verið orðaður við stöðuna sem og Eysteinn Húni Hauksson sem hefur verið að þjálfa yngri flokka í Eyjum og Þorlákur Árnason. Tryggvi Guðmundsson hefur einnig verið orðaður við þjálfarastöðuna. Brynjar Gauti Guðjónsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson vilja komast að erlendis eða fara í annað félag í Pepsi-deildinni. Markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson gæti líkega verið á förum frá ÍBV. Benedikt Ottó Bjarnason, leikmaður Fram, hefur verið orðaður við Eyjamenn sem og Andri Rúnar Bjarnason og Arnar Darri Pétursson markvörður úr Stjörnunni en hann var í láni hjá Ólafsvík.

Leiknir R: Halldór Kristinn Halldórsson, varnarmaður Keflavík, er sterklega orðaður við Leikni en hann er uppalinn í Breiðholtinu. Óvíst er hvort að Bandaríkjamennirnir Brandon Scott og Matt Horth verði áfram hjá Leikni.

ÍA: Skagamenn vilja styrkja sóknarleikinn og þar hafa Þorsteinn Már Ragnarsson og Andri Rúnar Bjarnason verið nefndir til sögunnar. Jóhannes Karl Guðjónsson gæti komið aftur frá Fram auk þess sem markvörðurinn Arnar Darri Pétursson er orðaður við félagið.

Fram: Óvíst er hvort Bjarni Guðjónsson haldi áfram sem þjálfari Fram. Framarar féllu niður í 1. deild um helgina en lítið hefur heyrst af leikmannamálum liðsins.

Þór: Þórsarar leita að eftirmanni Páls Viðars Gíslasonar. Halldór Jón Sigurðsson, Sigurður Jónsson og Dragan Stojanovic fráfarandi þjálfari KF hafa verið orðaðir við starfið.

Víkingur Ó. Ólafsvíkingar vilja halda Þorsteini Má Ragnarssyni sem var í láni frá KR síðari hluta sumars.

KA: Bjarni Jóhannsson mun halda áfram sem þjálfari KA en liðið ætlar að gera atlögu að því að fara upp í Pepsi-deildina næsta sumar.

Haukar: Andri Steinn Birgisson er á förum frá Haukum og þá íhugar Hilmar Rafn Emilsson að leggja skóna á hilluna. Óvissa er með markvörðinn Sigmar Ingi Sigurðarson. Markvörðurinn Magnús Þór Gunnarsson gæti komið aftur til Hauka frá BÍ/Bolungarvík sem og félagi hans Björgvin Stefánsson.

BÍ/Bolungarvík: Þjálfaramálin eru ennþá í óvissu hjá BÍ/Bolungarvík en orðrómur er um að yngri flokka þjálfarinn Jón Hálfdán Pétursson hafi hafnað boði um að taka við liðinu. Óli Stefán Flóventsson og Magnús Gylfason hafa einnig verið orðaðir við stöðuna. Vinstri bakvörðurinn Hafsteinn Rúnar Helgason ætlar að leggja skóna á hilluna. Kári Ársælsson, Aaron Spear, Goran Jovanovski og Esteban Bayona eru líklega allir á förum.

Fjarðabyggð: Óvíst er hvort Brynjar Jónasson, markahæsti og besti leikmaður 2. deildar, verði áfram hjá Fjarðabyggð en mörg lið í 1. deild hafa sýnt honum áhuga.

Grótta: Úlfur Blandon, aðstoðarþjálfari Fram, þykir líklegastur til að taka við Gróttu. Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur einnig óvænt verið orðaður við stöðuna. Grótta vill fá Tómas Agnarsson og Einar Má Þórisson frá KV.

KF: Ragnar Hauksson, þjálfari Völsungs, gæti tekið við KF á nýjan leik. Sigurður Jónsson hefur einnig verið orðaður við stöðuna sem og Slobodan Milisic fyrrum þjálfari KA.
Athugasemdir
banner