Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 10. maí 2016 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. deild: Mættum tilbúnari til leiks
Leikmaður 1. umferðar - Viktor Segatta (Grótta)
Viktor Segatta í leik með Gróttu.
Viktor Segatta í leik með Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Mér fannst við mæta meira tilbúnir til leiks heldur en ÍR. Við vorum vel skipulagðir og allir lögðu sig 100% fram," sagði Viktor Smári Segatta leikmaður Gróttu en hann er leikmaður 1. umferðar í 2. deild karla.

Grótta unnu góðan 2-0 útisigur á ÍR í fyrstu umferðinni þar sem Viktor var besti maður vallarins og kórónaði leik sinn með marki úr vítaspyrnu í seinni hálfleik og kom Gróttu í 2-0.

Þessum liðum var spáð efstu sætum deildarinnar fyrir mót.

„Ég var þokkalega sáttur með mína frammistöðu í leiknum. Ég hefði viljað vera meira í boltanum hinsvegar," sagði Viktor sem var ánægður með sigurinn.

„Það er mjög sterkt að byrja á sigri á ÍR á útivelli. Það er virkilega skemmtilegt að halda áfram góðu gengi frá því á undirbúningstímabilinu," sagði Viktor en Grótta sigruðu B-deild Lengjubikarsins. Hann vildi lítið gefa upp sín persónulegu markmið fyrir sumarið.

„Ég ætla að halda mínum markmiðum fyrir mig í bili," sagði Viktor Smári og segir markmið liðsins vera einföld. „Við ætlum að taka einn leik fyrir í einu og klára þann leik."

Grótta mætir KV í 2. umferð 2.deildar á laugardaginn næstkomandi. Grótta leikur hinsvegar í kvöld í Borgunarbikarnum gegn Þrótti úr Vogum.

„Ég er ekki farinn að spá í leiknum gegn KV. Við eigum bikarleik í kvöld og ætlum við að klára þann leik fyrst. Það verða einhverjar breytingar á liðinu hjá okkur fyrir þann leik en það væri gaman að komast langt í bikarnum," sagði leikmaður 1. umferðar í 2.deild karla Viktor Smári Segatta að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner