Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 09. júní 2016 19:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. deild: 5-6 lið gera tilkall til að fara upp
Stefán Ari Björnsson - Grótta
Stefán Ari Björnsson í leik með Gróttu.
Stefán Ari Björnsson í leik með Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og við erum gríðarlega ánægðir með að hafa náð sigri," sagði Stefán Ari Björnsson markvörður Gróttu en hann er leikmaður 5. umferðar í 2. deildinni.

Stefán Ari varði vítaspyrnu og hélt hreinu í 2-0 útisigri Gróttu á Magna Grenivík um síðustu helgi.

,Það er alltaf góð tilfinning að halda hreinu og verja víti. En það eru frábærir leikmenn fyrir framan mig sem gera mitt hlutverk mun auðveldara," sagði Stefán sem var ánægður með leikinn.

„Þetta var hörkuleikur. Við spiluðum við Magna í úrslitum í Lengjubikarnum svo við vissum að Magni væri með gott lið. Úlfur og Geiri voru búnir að undirbúa okkur vel fyrir leikinn og leikplanið gekk vel upp. Ég hefði þó viljað að við hefðum stjórnað leiknum betur eftir að þeir fengu rauða spjaldið."

Stefán er fæddur árið 1995 en hann kom til Gróttu frá HK fyrir þetta tímabil. Hann er ánægður með félagaskiptin.

„Já ég get ekki ekki sagt annað. Ég er ungur markmaður og fá að spila er gríðalega góð reynsla fyrir mig. Það er mikil metnaður hjá þjálfurum og klúbbnum. Það er góð stemming í hópnum og við erum með ungt lið og einn mjög gamlan hressan fyrirliða sem er með góða reynslu."

Grótta spilar næstu tvo heimaleiki sína á gervigrasvelli Fram í Safamýri þar sem verið er að leggja nýtt gervigras á Vivaldi völlinn á Seltjarnarnesi. „Að sjálfsögðu myndum við frekar kjósa að vera á Vivaldi en það þýðir ekkert að hugsa út í það. Við gerum bara það besta úr stöðunni."

Grótta er í öðru sæti í 2. deildinni með fimmtán stig en hvaða lið telur Stefán að verði með Seltirningum í toppbaráttunni í sumar? „Það er full snemmt að tala um toppbaráttu að mínu mati. Það eru 5-6 lið sem munu gera tilkall til að fara upp um deild. Þetta verður hörku deild og við erum bara að taka einn leik í einu," sagði Stefán.

Sjá einnig:
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner