Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 12. júlí 2016 09:45
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. deild: Alltof lengi að finna veikleika þeirra
Jón Gísli Ström - ÍR
Jón Gísli Ström.
Jón Gísli Ström.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í raun vorum við alltof lengi að finna veikleika Sindramanna. En um leið og við áttuðum okkur á því, þá tókum við öll völd á vellinum og náðum að nýta okkur það," sagði Jón Gísli Ström leikmaður ÍR en hann er leikmaður 10. umferðar í 2. deildinni.

Jón Gísli skoraði tvívegis í 3-0 sigri ÍR á Sindra um helgina.

„Það er búið að vera mikið leikjaálag á flestum liðum í deildinni síðustu vikur. Við áttum í raun virkilega slakan fyrri hálfleik, náðum að skapa mjög lítið. Við vorum heppnir að lenda bara ekki undir," sagði Ström-vélin en staðan var markalaus í hálfleik.

„Við erum með gríðalega stóran og sterkan hóp og náðum að nýta það í seinni hálfleik og yfir spiluðum þá Sindra," sagði Jón Gísli sem segir að það hafi verið mikilvægt að koma til baka og ná í sterkan sigur eftir tapið á móti Magna.

Ström-vélin er markahæst í deildinni sem stendur með tíu mörk. Hann segist vera ánægður með sína spilamennsku í sumar.

„Það telur ekkert fyrr en í lokin og vonandi heldur maður áfram að hjálpa liðinu í átt að okkar markmiðum. Spilamennskan er búin að vera nokkuð góð hja mér og öllu liðinu."

Í vetur brotnaði uppúr hnéskelinni hjá Jóni Gísla þegar hann var úti í Bandaríkjunum í námi. Hann var því ekki klár í 90 mínútur þegar tímabilið hófst.

„Ég kom heim í janúar og fór í stóra aðgerð á hnénu í febrúar. Ég spilaði lítið fyrstu leikina en þetta er allt á réttri leið," sagði Jón sem finnst 2. deildin í ár sterkari en síðustu ár.

„Ég tel að við, Afturelding, Grótta og jafnvel KV verði líklegust um að berjast um þessi tvö efstu sæti í deildinni," sagði Ström-vélin að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 9. umferð - Sergina Modou Fall (Vestri)
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Athugasemdir
banner
banner