Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 13. júlí 2016 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. deild: Erfitt að ná í peningaöflin í Breiðholti og Mosfellsbæ
Einar Bjarni Ómarsson - KV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ágætis leikur svosem. Þetta var nokkuð jafnt framan af en mikilvægt að komast yfir rétt fyrir hálfleik. Svo komumst við í 3-1 snemma í seinni hálfleik og eftir það var þetta nokkuð þægilegt," sagði Einari Bjarni Ómarsson sem er leikmaður 8. umferðar í 2. deild karla sem lauk í gær, með leik KF og Gróttu sem var frestaður.

Einar Bjarni skoraði eitt mark og átti flottan leik í 4-1 sigri KV gegn Ægi í 8. umferðinni.

„Náðum að skapa fleiri færi en í leikjunum áður. Við höfum verið í basli með að opna varnir andstæðingana á köflum en það gekk betur í þessum leik," sagði Einar Bjarni sem var ánægður með sína eigin frammistöðu í leiknum.

„Þetta var ágætur leikur hjá mér og liðinu öllu. Það var aðallega gaman að skora því það erlangt síðan síðast."

KV er í 4. sæti deildarinnar með 16 stig að loknum fyrstu tíu umferðunum. Einar segist ekki vera ánægður með stöðuna í deildinni og vildi að liðið væri nær toppnum.

„Við höfum átt misjafna leiki í sumar og frammistaðan mætti oft vera betri. Það er hinsvegar stígandi í þessu hjá okkur og nóg eftir af mótinu."

„Liðin á toppnum eiga eftir að tapa stigum og þá þurfum við að vera klárir að nýta okkur það. Maður er í þessu til að vinna fótboltaleiki og við stefnum að sjálfsögðu upp en það verður gríðarlega erfitt að ná í peningaöflin í Breiðholti og Mosfellsbæ," sagði leikmaður 8. umferðar, Einari Bjarni Ómarsson, að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 10. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Sergina Modou Fall (Vestri)
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner