Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 07. júní 2017 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool biðst afsökunar - Ætla ekki að fá van Dijk
Van Dijk fer ekki til Liverpool.
Van Dijk fer ekki til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir biðja Southampton afsökunar á misskilningi sem tengist varnarmanninum Virgil van Dijk.

Í gær komu fréttir fram þess efnis að Liverpool hefði rætt ólöglega við van Dijk. Southampton hótaði að leggja fram kvörtun vegna þessa.

Liverpool hefur nú beðist afsökunar og í yfirlýsingunni segir að þeir ætli ekki lengur að reyna að kaupa varnarmanninn.

„Við biðjum eigandann, stjórnina og stuðningsmenn Southampton afsökunar á misskilningi varðandi Virgil van Dijk," segir í yfirlýsingu sem Liverpool birti fyrir stuttu.

„Við virðum stöðu Southampton og getum staðfest það að við höfum bundið enda á áhuga okkur á leikmanninum."

Van Dijk verður væntanlega áfram einn heitasti bitinn á markaðnum í sumar, en hann hefur einnig verið orðaður við Man City og Chelsea.

Talið er að hann kosti í kringum 50 milljónir punda.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner