Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 26. júlí 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Koeman: Veit ekki hvort við bjóðum aftur í Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, staðfesti áhuga félagsins á Gylfa Þór Sigurðssyni á fréttamannafundi í dag.

„Auðvitað höfum við áhuga á leikmanninum," sagði Koeman á fundinum.

Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa en fyrr í vikunni hafnaði félagið tilboði frá Everton upp á 40 milljónir punda með möguleika á fimm milljóna punda bónusgreiðslum.

Aðspurður hvort Everton ætli að leggja fram nýtt tilboð sagði Koeman: „Ég veit það ekki."

Koeman staðfesti í dag að miðjumaðurinn Ross Barkley sé á förum frá Everton og það gæti aukið líkurnar á að Gylfi komi til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner