Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 31. júlí 2017 15:10
Elvar Geir Magnússon
Lið 14. umferðar í Inkasso - Uxinn skoraði tvö
Uxinn í baráttunni.
Uxinn í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Reynsluboltinn Orri Freyr Hjaltalín.
Reynsluboltinn Orri Freyr Hjaltalín.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var stórleikur í 14. umferð Inkasso-deildarinnar en Keflavík og Fylkir gerðu 3-3 jafntefli. Ragnar Bragi Sveinsson var valinn maður leiksins en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Ragnar Bragi er einn af þeim ellefu sem komast í úrvalslið umferðarinnar.



Markvörðurinn Terrance William Dieterich í Haukum er í liðinu eftir 2-1 útisigur á ÍR en Hafnarfjarðarliðinu hefur vegnað mjög vel í stigasöfnun sinni í sumar og er í fimmta sæti.

HK vann mikilvægan sigur gegn Leikni Fáskrúðsfirði 1-0 og á tvo fulltrúa. Það eru Birkir Valur Jónsson og Ásgeir Marteinsson.

Þórsarar halda áfram á beinu brautina og eru farnir að blanda sér í baráttuna um að komast upp. Þeir unnu 2-0 sigur gegn Þrótti í sex stiga leik ef svo má að orði komast. Gauti Gautason, reynsluboltinn Orri Freyr Hjaltalín og sóknarmaðurinn Jóhann Helgi Hannesson eru allir í liðinu.

Fram fór illa með Leikni og vann 3-0 sigur. Sigurpáll Melberg Pálsson, Helgi Guðjónsson og Guðmundur Magnússon komast allir í liðið.

Þá er Uxinn sjálfur í liðinu, Elvar Ingi Vignisson skoraði bæði mörk Selfyssinga í 2-0 útisigri gegn Gróttu.

Sjá einnig:
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner