Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 07. ágúst 2017 14:20
Elvar Geir Magnússon
Lið 13. umferðar: Bjarni Ólafur í fimmta sinn
Bjarni Ólafur er reglulegur gestur í úrvalsliðinu.
Bjarni Ólafur er reglulegur gestur í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Martin Lund Pedersen skoraði tvö mörk.
Martin Lund Pedersen skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vedran Turkajl fer vel af stað í búningi KA.
Vedran Turkajl fer vel af stað í búningi KA.
Mynd: KA
Valsmenn og KR-ingar eru áberandi í úrvalsliði 13. umferðar Pepsi-deildarinnar en óhætt er að segja að það sé sóknarsinnað.

Þjálfari umferðarinnar er Ólafur Jóhannesson sem stýrði Val til 6-0 sigurs gegn ÍA. Stærsta deildartap Skagamanna í sögu félagsins.



Í liðinu sjálfu má svo finna þrjá leikmenn. Guðjón Pétur Lýðsson var valinn maður leiksins en Bjarni Ólafur Eiríksson og Sigurður Egill Lárusson veita honum félagsskap. Bjarni Ólafur er valinn í fimmta sinn í úrvalsliðið í sumar!

KR-ingar unnu 4-2 sigur gegn Víkingi Ólafsvík og sýndu frábæra spilamennsku á löngum köflum. Andre Bjerregaard, nýr danskur sóknarmaður liðsins, var frábær og einnig þeir Pálmi Rafn Pálmason og Tobias Thomsen.

Breiðablik vann Fjölni 2-1 þar sem Martin Lund Pedersen skoraði tvö mörk. Arnþór Ari Atlason var valinn maður leiksins.

Ívar Örn Jónsson átti tvær stoðsendingar fyrir Víking Reykjavík sem vann Grindavík en Grindvíkingar eru í frjálsu falli þessa dagana.

Umferðinni lauk svo á laugardaginn þegar KA og FH gerðu markalaust jafntefli. Króatíski miðvörðurinn Vedran Turkalj sem er nýkominn til Akureyringa var valinn maður leiksins og þá var Srdjan Rajkovic öryggið uppmálað í marki KA.

Sjá einnig:
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner