Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 10. ágúst 2017 11:20
Elvar Geir Magnússon
Lið 14. umferðar: Hilmar Árni og Lennon í fjórða sinn
Hinn ungi Alex Þór Hauksson er í úrvalsliðinu.
Hinn ungi Alex Þór Hauksson er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kristján Flóki er í fremstu víglínu.
Kristján Flóki er í fremstu víglínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægir Jarl var öflugur hjá Fjölni.
Ægir Jarl var öflugur hjá Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það er hressandi umferð að baki í Pepsi-deild karla en FH vann stórleikinn gegn Val 2-1 og heldur lífi í toppbaráttunni.

Það er því vel við hæfi að Heimir Guðjónsson sé þjálfari 14. umferðarinnar. Þrír leikmenn FH komast í úrvalsliðið.

Það eru varnarmaðurinn Bergsveinn Ólafsson og sóknarmennirnir Steven Lennon og Kristján Flóki Finnbogason en Lennon og Flóki skoruðu mörkin.



Víkingur Ólafsvík vann magnaðan sigur gegn Grindavík 2-1 en Cristian Martinez var geggjaður í markinu. Eivinas Zagurskas, sem kom í glugganum, skoraði úr aukaspyrnu í leiknum og er líka í liðinu.

Stjarnan vann 2-0 sigur gegn Breiðabliki. Eins og oft áður var Hilmar Árni Halldórsson maður leiksins en hann skoraði og átti stoðsendingu. Jóhann Laxdal og hinn ungi Alex Þór Hauksson voru einnig frábærir í Garðabæjarliðinu.

Varnarmennirnir Arnór Snær Guðmundsson (ÍA) og Gunnar Þór Gunnarsson (KR) voru bestu menn vallarins í 1-1 jafntefli ÍA og KR í vonskuveðri á Skaganum.

Þá er Ægir Jarl Jónasson, ungur og öflugur leikmaður Fjölnismanna, í úrvalsliðinu eftir 2-2 jafntefli gegn KA.

Sjá einnig:
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner