Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 11. september 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Lið 18. umferðar: Skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild
Lennon í fimmta sinn í liði umferðarinnar
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lennon skorar og skorar.
Lennon skorar og skorar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
18. umferð Pepsi-deildarinnar var leikin um helgina. Umferðin hófst með frábærri frammistöðu ÍBV sem fór á KR-völlinn og sótti 3-0 sigur.

Það er vel við hæfi að Kristján Guðmundsson sé þjálfari umferðarinnar. Sindri Snær Magnússon elskar að spila gegn KR en Breiðhyltingurinn skoraði eitt af mörkum Eyjamanna. Öll þrjú mörk hans í deildinni hafa komið gegn KR-ingum en hann skoraði tvö mörk gegn þeim á Hásteinsvelli.

Þá er varnarmaður ÍBV, Hafsteinn Briem, einnig í úrvalsliðinu.



Skagamenn ná með naumindum að halda í þunna líflínu eftir 2-0 sigur gegn KA. Varnarmaðurinn Arnór Snær Guðmundsson og sóknarmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson eru í liðinu. Stefán er 18 ára og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í leiknum.

Það var rosalegur leikur á laugardag þegar Víkingur Ólafsvík og Fjölnir gerðu 4-4 jafntefli. Linus Olsson skoraði tvö mörk í leiknum og Kenan Turudija einnig.

Steven Lennon er eini sem skorar mörk fyrir FH og hann tryggði liðinu 1-0 sigur gegn Grindavík. Gunnar Nielsen átti mjög góðan leik í marki Íslandsmeistarana.

Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson var maður leiksins þegar verðandi Íslandsmeistarar Vals unnu 1-0 sigur gegn Breiðabliki. Ljóst er að ekkert mun stöðva Valsmenn, langbesta lið tímabilsins. Gísli Eyjólfsson var besti maður Blika og kemst í úrvalsliðið í fjórða sinn, líkt og Eiður.

Þá er Jóhann Laxdal í liðinu eftir 2-2 jafntefli Víkings R. og Stjörnunnar.

Sjá einnig:
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner