Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 15. september 2017 10:35
Fótbolti.net
Lið 19. umferðar: FH-ingar og Eyjamenn fjölmenna
Þórarinn Ingi var öflugur gegn Víkingi í gær.
Þórarinn Ingi var öflugur gegn Víkingi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Atli Arnarson miðjumaður ÍBV er í liðinu.
Atli Arnarson miðjumaður ÍBV er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Árni Aðalsteinsson fagnar marki sínu gegn Val.
Elfar Árni Aðalsteinsson fagnar marki sínu gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
19. umferðin í Pepsi-deildinni fór fram í gærkvöldi. Stjarnan og FH minnkuðu bilið á topplið Vals og spennan er áfram í algleymingi í fallbaráttunni.

Kíkjum á lið umferðarinnar.

FH vann Víking R. 4-2 eftir magnaða endurkomu. Jón Ragnar Jónsson, Steven Lennon og Þórarinn Ingi Valdimarsson komust allir á blað og áttu góðan leik þar.

ÍBV lyfti sér úr fallsæti í fyrsta skipti í langan tíma með 2-1 sigri á Grindavík. Shabab Zahedi skoraði bæði mörk Eyjamanna og Atli Arnarson var öflugur á miðjunni. Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, er síðan þjálfari umferðarinnar.

Haraldur Björnsson hélt hreinu og Eyjólfur Héðinsson var öflugur á miðjunni í 2-0 sigri Stjörnunnar á Víkingi Ólafsvík.

KR sótti góðan sigur í Kópavog þar sem liðið lagði Breiðablik 3-1. Andre Bjerregaard og Skúli Jón Friðgeirsson skoruðu báðir fyrir KR og áttu góðan dag.

Á Akureyri voru Elfar Árni Aðalsteinsson og Darko Bulatovic bestir í 1-1 jafntefli KA gegn toppliði Vals.

Sjá einnig:
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner