Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   þri 03. október 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Antalya í Tyrklandi
Hannes: Lundin léttist þegar ég hitti landsliðið
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var fjarri góðu gamni í 1-0 tapinu gegn Tyrklandi fyrir tveimur árum en hann fór úr axlarlið í aðdraganda leiksins. Hannes er spenntur fyrir því að spila í Tyrklandi í stórleiknum á föstudaginn.

„Það er margt í aðdraganda þessa leiks sem er spennandi og eitt af því er að upplifa þetta andrúmsloft. Þetta er mikilvægur leikur og það er kominn fiðringur í magann yfir þessu öllu saman," sagði Hannes við Fótbolta.net í dag.

„Við erum með gott lið og höfum sýnt það undanfarin ár að við höfum náð að takast á við erfiðar áskoranir. Við höfum oft staðið uppi sem sigurvegarar í leikjum sem við vorum ekki sigurstranglegri aðilinn í fyrirfram. Við vitum að það er allt hægt í þessu og við vitum hvað við getum. Þegar við náum upp okkar besta leik erum við erfiðir viðureignar. Við vitum að þetta verður gífurlega erfiður leikur en það þýðir ekki annað en að fara brattur inn í hann og ætla að vinna."

Hannes og félagar í Randers eru á botninum í dönsku úrvalsdeildinni. Hannes segir fínt að kúpla sig úr boltanum í Danmörku og mæta í verkefni með landsliðinu.

„Þetta er endurtekin saga undanfarin ár. Það er þungt yfir í Randers og síðan hitti ég landsliðið og lundin léttist og ég vinn einhverja leiki. Vonandi verður það sama uppi á teningunm núna,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner