Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 12. mars 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Víkingar skoða markmannsmálin - Róbert ekki með í byrjun
Róbert Örn Óskarsson.
Róbert Örn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson verður ekki með Víkingi R. í byrjun sumars vegna meiðsla. Róbert hefur verið meiddur í allan vetur og nú er útlit fyrir að Víkingar byrji Pepsi-deildina án hans.

„Það er ólíklegt að hann byrji tímabilið með okkur," sagði Heimir Gunnlaugsson formaður meistaraflokksráðs í samtali við Fótbolta.net í dag.

Víkingur fékk markvörðinn Trausta Sigurbjörnsson frá Haukum í vetur og hann hefur staðið vaktina í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum.

Undanfarnar vikur hefur senegalski markvörðurinn Serigne Mor Mbaye einnig verið á reynslu hjá Víkingi.

„Við gerum ráð fyrir því að Trausti verður áfram. Við höfum ekki tekið ákvörðun um Senegalann en við erum líka að skoða aðra kosti," sagði Heimir um framhaldið í markmannsmálunum.
Athugasemdir
banner
banner