Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 14. september 2008 20:12
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Umfjöllun og myndir: KR Íslandsmeistari í 3.flokki kvenna
Þórhildur Bríem hampar bikarnum í leikslok.
Þórhildur Bríem hampar bikarnum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar KR í 3. flokki kvenna 2008.
Íslandsmeistarar KR í 3. flokki kvenna 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR stúlkur fagna stuðninginn eftir leik.
KR stúlkur fagna stuðninginn eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ásbjörnsdóttir átti frábæran leik hjá KR.
Katrín Ásbjörnsdóttir átti frábæran leik hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gangur leiksins
KR 7 – 1 Breiðablik:
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (20.)
2-0 Selja Ósk Snorradóttir (22.)
3-0 Selja Ósk Snorradóttir (26.)
4-0 Særún Rafnsdóttir (32.)
5-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (40.+)
5-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.)
6-1 Katrín Ásbjörnsdóttir(49.)
7-1 Sjálfsmark Breiðabliks (70.)
KR stúlkur gjörsigruðu stöllur sínar í Breiðabliki 7-1 í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Frostaskjóli í dag. Fyrirfram mátti búast við jöfnum og spennandi leik en annað kom á daginn þar sem KR liðið fór á kostum og rúllaði yfir Blika.

Það voru Breiðabliksstúlkur sem byrjuðu leikinn betur og Hrafnhildur Agnarsdóttir markvörður KR varði vel í tvígang frá Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem gerði sig líklega til að skora. Eftir þetta sótti KR í sig veðrið og á 15.mínútu varði Agnes Jóhannesdóttir markvörður Breiðabliks skalla frá Særúnu Rafnsdóttur. Þremur mínútum síðar átti Katrín Ásbjörnsdóttir gott skot rétt framhjá marki Breiðabliks.

Á 20.mínútu kom fyrsta mark leiksins. Selja Ósk Snorradóttir átti þá laglega fyrirgjöf á Katrínu Ásbjörnsdóttir sem skoraði og kom KR yfir í 1-0. Aðeins 2.mínútum síðar bætti Selja Ósk Snorradóttir við marki fyrir KR þegar hún fylgdi á eftir skoti frá Katrínu Ásbjörnsdóttur sem var varið.

Samvinna þeirra Selju Óskar og Katrínar var ekki hætt því á 26.mínútu átti Katrín glæsilegt skot í stöngina og út og Selja Ósk var mætt fyrst á svæðið til að fylgja á eftir og kom KR í 3-0.

Á þessum tímapunkti í leiknum lék KR liðið á alls oddi og Blikar komust vart yfir miðju. Á 32.mínútu átti Freyja Viðarsdóttir góða aukaspyrnu frá hægri kant beint á Særúni Rafnsdóttur sem skoraði örugglega og staðan orðin 4-0. Einkar glæsilegt mark og vel að verki staðið hjá þeim báðum.

KR-ingar voru ekki hættir því Katrín Ásbjörnsdóttir bætti við marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hún átti fallegt skot eftir stutt horn og boltinn söng í netinu. Staðan var því 5-0 KR í vil þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Blikar virtust ætla að koma ákveðnar til leiks og Berglind Björg Þorvaldsdóttir náði að minnka muninn fyrir sitt lið strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. Staðan því orðin 5-1.

KR stúlkur voru langt frá því að ætla að gefa eftir og Katrín Ásbjörnsdóttir fullkomnaði síðan þrennu sína þegar hún skoraði eftir laglegan undirbúning Selju Óskar og Freyju Viðarsdóttur.

Á 53.mínútu voru KR ingar í stórsókn og Katrín var nálægt því að skora fjórða mark sitt eftir góðan undirbúning Freyju en varnarmenn Breiðabliks náðu að bjarga á ótrúlegan hátt þegar boltinn var að renna yfir marklínuna.

Eftir þetta sóttu Blikar aðeins í sig veðrið og Hrafnhildur í KR markinu þurfti að verja tvö skot með stuttu millibili.

Á 65.mínútu fékk Margrét Erla Ólafsdóttir sem var nýkomin inná sem varamaður hreint dauðafæri eftir laglega sendingu frá Freyju en móttakan klikkaði hjá Margréti og ekkert varð úr.

Á 70.mínútu urðu Blikar fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Freyja Viðarsdóttir átti góða aukaspyrnu inná teiginn, boltinn fór beint í Ísabellu Karlsdóttur, sem kom inná sem varamaður, og þaðan í netið. Staðan var því orðin 7-1.

KR hefði vel getað bætt við fleiri mörkum, rétt fyrir leikslok varði Agnes Jóhannesdóttir ágætlega frá Freyju Viðarsdóttur með góðu úthlaupi og mínútu síðar skallaði Freyja framhjá markinu í dauðafæri. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur voru 7-1 öruggur sigur KR.

Ummæli eftir leik:

Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður KR.

Katrín Ásbjörnsdóttir leikmaður KR var hæstánægð í leikslok en hún átti frábæran leik í dag eins og reyndar allt KR liðið.

,,Mér fannst þetta fínn leikur hjá okkur. Við vorum mjög ákveðnar og áttum þetta fyllilega skilið“ sagði Katrín en hún skoraði þrennu í dag.

Blikarnir byrjuðu leikinn örlítið betur en um leið og KR liðið fór í gang var ekkert sem stöðvaði þær.

,,Þær byrjuðu kannski aðeins betur en við en síðan vorum við bara mjög ákveðnar og kláruðum þetta eiginlega bara í fyrri hálfleik“sagði Katrín

,,Lokatölurnar komu okkur kannski svolítið á óvart en þetta var fínn leikur“sagði Katrín en það verður að teljast harla sjaldgæft að hreinir úrslitaleikir endi með svo stórum tölum.

KR liðið hefur verið seinheppið í úrslitaleikjum hingað til en þær hafa alls 6 sinnum lent í öðru sæti.

,,Við erum búnar að lenda 6 sinnum í öðru sæti og erum komnar með alveg nóg af því þannig þetta var frábært í dag“sagði Katrín Ásbjörnsdóttir leikmaður KR að lokum í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir úr leiknum í dag.









































Athugasemdir
banner
banner
banner