Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 06. febrúar 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Richarlison útskýrir af hverju hann grét á bekknum
Richarlison grét á bekknum.
Richarlison grét á bekknum.
Mynd: Twitter
Richarlison, kantmaður Watford, fór að gráta á bekknum í gær eftir að hafa verið tekinn út af gegn Chelsea.

Watford var 1-0 yfir þegar Brasilíumaðurinn var tekinn af velli á 65. mínútu.

„Ég grét því ég vildi spila og hjálpa liðsfélögunum. Strákurinn sem kom inn á fyrir mig stóð sig vel svo þetta er allt í lagi," sagði Richarlison eftir leik.

Pereyra kom inn á fyrir Richarlison og hann skoraði fjórða markið í 4-1 sigri Watford.

Richarlison byrjaði af miklum krafti eftir að hann kom til Watford síðastliðið sumar en undanfarnar vikur hefur hann ekki náð sér jafn vel á strik.
Athugasemdir
banner
banner
banner