Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 06. febrúar 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney fær mikið lof - Skaut á Carragher
Wayne Rooney þykir lofa góður í sjónvarpi.
Wayne Rooney þykir lofa góður í sjónvarpi.
Mynd: Getty Images
,,Munurinn á okkur er sá að við unnum ensku úrvalsdeildina.
,,Munurinn á okkur er sá að við unnum ensku úrvalsdeildina.
Mynd: Getty Images
Rooney fagnar marki með Gylfa Sigurðssyni hjá Everton í vetur.
Rooney fagnar marki með Gylfa Sigurðssyni hjá Everton í vetur.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, leikmaður Everton, var gestur í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í gær. Hann var þar sérfræðingur ásamt Jamie Carragher, fyrrum leikmanni Liverpool.

Rooney þótti standa sig afskaplega vel í nýju hlutverki; hann hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Blaðamaðurinn Sachin Nakrani skrifar skemmtilegan pistil í Guardian í dag þar sem hann segir að Rooney hafi sannað það í þættinum að hann sé gáfaðari en margir halda.

Rooney setti tóninn strax þegar hann skaut á kollega sinn Carragher.

„Það er frábært að vera hérna og ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta líklega það næsta sem Carragher hefur komist í að ná mér," sagði Rooney og uppskar hlátur.






Það var ekki það eina sem Rooney sagði sem vakti ahygli. Carragher fékk álit hans á sóknarlínu Liverpool (Mane, Firmino og Salah) og spurði hvort hún gæti afrekað jafnmikið og sóknarlína Manchester United frá 2007/08 tímabilinu (Tevez, Ronaldo og Rooney).

Við þeirri spurningu sagði Rooney: „Það verður erfitt. Munurinn á okkur er sá að við unnum ensku úrvalsdeildina."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner