Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   lau 06. apríl 2024 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Guðjóns: Þvílík negla maður!
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar klippti á markaborðann í Bestu deildinni
Gunnar Vatnhamar klippti á markaborðann í Bestu deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur. Geðveikt að byrja þetta sterkt, halda hreinu og ná í þrjú stig,“ sagði Helgi Guðjónsson, leikmaður Víkings, eftir 2-0 sigurinn á Stjörnunni í opnunarleik Bestu deildar karla í kvöld en hann kom að báðum mörkum liðsins á Víkingsvellinum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Stjarnan

Helgi gat ekki beðið um betri byrjun á tímabilinu en hann lagði upp fyrsta mark deildarinnar fyrir færeyska varnarmanninn Gunnar Vatnhamar áður en hann tvöfaldaði síðan sjálfur forystuna með góðu marki tuttugu mínútum fyrir leikslok.

„Þvílík negla maður! Þetta var alvöru negla hjá honum og gott að sjá hann inni,“ sagði Helgi er hann var spurður út í fyrsta mark Íslandsmótsins.

Helgi er ánægður með að fá traustið í byrjunarliðinu og stefnir hann á að nýta hvert einasta tækifæri.

„Ánægjulegt. Það er bara að nýta sénsinn og reyna að halda áfram. Mér er búið að ganga vel í vetur og finnst ég vera í hörkustandi, þannig já aðeins nær og það er bara að halda áfram.“

Víkingsliðið átti nokkra hættulega sénsa en Stjarnan náði að vinna sig betur inn í leikinn áður en annað markið kom.

„Mér fannst við sterkari aðilinn í kvöld og fengum töluvert betri færi að mínu viti en maður veit aldrei. Það er 1-0 og svo getur eitt dottið úr horni og þeir skjóta í stöngina einu sinni. Þetta er fljótt að breytast en fannst við vera með 'control' á leiknum.“

„Þeir voru aðeins byrjaðir að liggja á okkur og farnir að ógna meira við miðbik seinni hálfleiks. Það var geðveikt að ná inn öðru markinu og síðan klára að sigla þessu heim eins og við kunnum.“


Valdimar Þór Ingimundarson kom frá Sogndal fyrir tímabilið en hann lagði upp markið á Helga í leiknum.

„Hann er ógeðslega góður að snúa á menn. Þetta er hans styrkleiki og maður veit að þegar hann er búinn að snúa á menn þá er það bara að 'gönna' í gegn.“

„Maður er fínn á vinstri og vinstri fótur í vinstra horn klikkar sjaldan. Þetta er bara 'instinct' og fyrsta sem þér dettur í hug og 'go for it'.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner