Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 07. febrúar 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sir Alex sagður hafa bent Mourinho á að nota McTominay meira
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
Minningarathöfn um fórnarlömb flugslyssins í Munchen fór fram á Old Trafford í gær. Í gær voru 60 ár liðin frá því að flugvél, sem flutti lið Manchester United, hrapaði í Munchen í Þýskalandi en átta leikmenn liðsins voru meðal þeirra sem létust í slysinu.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, mætti ásamt leikmönnum sínum á athöfnina í gær.

Eftir athöfnina tók Sir Alex Ferguson, sigursælasti stjóri í sögu Manchester United í hendurnar á leikmönnum United áður en hann spjallaði við Mourinho í skamma stund.

Svo virðist sem Ferguson bendi í áttina að Scott McTominay, miðjumanni Manchester United, er hann ræðir við Mourinho. Hafa verið kenningar um það á veraldavefnum í dag að þarna hafi Ferguson verið að benda Mourinho á að nota strákinn meira.

Hinn 21 árs gamli McTominay var valinn fram yfir Paul Pogba í byrjuanarlið Manchester United um síðustu helgi gegn Huddersfield og þótti leysa sitt verkefni prýðisvel.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem talað hefur verið um í dag.





Athugasemdir
banner
banner
banner