Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 08. febrúar 2018 15:05
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns hissa á Lengjubikar - „Sitjum eftir ef ekkert verður gert"
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, furðar sig á því að búið sé að breyta fyrirkomulaginu á Lengjubikarnum þannig að keppni þar ljúki sex vikum áður en keppni í Pepsi-deildinni hefst.

Ekki er keppt lengur í 8-liða úrslitum í Lengjubikarnum heldur er farið beint í undanúrslit. Mótið hefur einnig verið þétt og riðlakeppni lýkur 18. mars á meðan henni lauk 4. apríl í fyrra.

Úrslitaleikurinn í Lengjubikarnum í ár er 2. apríl en í fyrra fór hann fram 17. apríl. Pepsi-deildin í ár hefst 27. apríl samanborið við 30. apríl í fyrra.

„Deildarbikarkeppni @footballiceland hefst um helgina, 24 lið í 4 riðlum. Efstu lið hvers riðils í 4 liða úrslit. 12 lið úr Pepsideild og 12 lið úr Inkassodeild. Riðlakeppni lýkur 18. mars, 6 vikum fyrir fyrsta leik í Pepsideildinni!! #PreSeason," sagði Ólafur á Twitter í dag.

„Í "besta" falli þurfa "bara" 8 lið úr Pepsideild að skipuleggja 4-5 æfingaleiki fram að móti, jafnmarga og þau leika í riðlakeppni Deildarbikarsins - Hér hafa menn ekki hugsað alla leið. Afturför með tilliti til þess að reyna að lengja knattspyrnutímabilið #MínSkoðun."

„VIÐ verðum að finna leiðir SAMAN til að lengja knattspyrnutímabilið ef framfarir eiga að nást og ef við viljum vera samkeppnishæf við nágrannalönd. Við sitjum eftir ef ekkert verður gert."


Athugasemdir
banner
banner
banner