Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 08. desember 2017 10:30
Elvar Geir Magnússon
FIFA lét manninn sem var að rannsaka Mutko fara
Vitaly Mutko.
Vitaly Mutko.
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur ekki brugðist við því að forseti undirbúningsnefndar HM í Rússlandi, Vitaly Mutko, var í vikunni dæmdur í ævilangt bann frá Ólympíuleikum vegna kerfisbundinna lyfjamisnotkunar rússneskra íþróttamanna.

Mutko, sem starfar nú sem vara-forsætisráðherra Rússlands og forseti knattspyrnusambandsins, var íþróttamálaráðherra þegar Ólympíuleikarnir í Sochi fóru fram árið 2014. Rússar verða bannaðir á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast í Suður-Kóreu eftir rúmlega tvo mánuði.

Guardian segir frá því að Cornel Borbely, formaður siðanefndar FIFA, hafi verið með Mutko í rannsókn þegar FIFA ákvað að láta hann úr starfinu í maí á þessu ári. Sagt er að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi talið að rannsóknin myndi hindra Rússland í að halda vel heppnað heimsmeistaramót.

Mutko hefði verið settur í bann frá afskiptum af fótbolta ef Borbely og hans menn hefðu tekið undir það að Mutko hafi stutt lyfjamisnotkun ásamt rússneska ríkinu.

Mutko heldur fram sakleysi sínu og gerði það líka þegar að honum var sótt á fréttamannafundi fyrir HM dráttinn fyrir viku síðan. Hann sat þá við hlið Infantino.
Athugasemdir
banner
banner
banner