Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 08. desember 2017 09:32
Elvar Geir Magnússon
Kína hefur tapað fyrstu þremur leikjunum undir stjórn Sigga Ragga
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Getty Images
Kvennalandslið Kína hefur tapað fyrstu þremur leikjum sinum undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar.

Í morgun tapaði liðið fyrir Norður-Kóreu 2-0 í úr­slita­keppni Aust­ur-Asíu­móts­ins sem fram fer í Jap­an. Mbl.is greinir frá.

Yun-Mi Kim skoraði bæði mörk Norður-Kór­eu sem hafði ákveðna yfirburði í leiknum, átti 13 skot gegn 4 skotum Kína.

Þetta var fyrsti mótsleikur Kína undir stjórn Sigurðar en liðið hafði áður tapað tveimur vináttulandsleikjum gegn Ástralíu, 3-0 og 5-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner