Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 10. janúar 2018 17:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
James staðfestir komu Hemma Hreiðars: Hann er góður vinur
Munu vinna saman á ný.
Munu vinna saman á ný.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David James hefur staðfest það að Hermann Hreiðarsson sé á leiðinni til Indlands þar sem hann mun verða aðstoðarþjálfari Kerala Blasters. James er þjálfari liðsins.

„Hann er mjög góður vinur minn. Hann mun koma hingað eftir nokkra daga," sagði James á blaðamannafundi.

David James tók á dögunum við þjálfarastarfinu hjá Kerala Blasters en hann og Hermann þekkjast vel.

Þeir spiluðu saman hjá Portsmouth á Englandi í nokkur ár áður en Hermann fékk James til ÍBV fyrir sumarið 2013. James var þá spilandi aðstoðarþjálfari Hermanns, en koma James, sem er fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, til Íslands vakti mikla athygli.

Ofurdeildin í Indlandi hefur dregið að sér nokkur stór nöfn en með Kerala Blasters leika m.a. Wes Brown og Dimitar Berbatov sem voru báðir eitt sinn á mála hjá Manchester United.

Hermann sem þjálfaði síðast kvennalið Fylkis á að hjálpa James að snúa við gengi Kerala Blasters sem er í áttunda sæti af tíu liðum í deildinni eftir sjö umferðir.

Sjá einnig:
Berbatov segir ekki mikið utan vallar í Indlandi
Athugasemdir
banner
banner
banner