Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 10. janúar 2018 18:30
Elvar Geir Magnússon
Mun Arsenal fá Malcom til að fylla skarð Sanchez?
Malcom.
Malcom.
Mynd: Getty Images
Daily Mirror segir að Arsene Wenger ætli að gera tilboð í brasilíska framherjann Malcom og hugsi hann sem möguleika til að fylla skarð Alexis Sanchez sem virðist á förum frá Arsenal.

Manchester City vill fá Sanchez og það helst núna í janúarglugganum.

Malcom er metinn á 45 milljónir punda en hann hefur skorað sjö mörk og búið fjögur til viðbótar til fyrir Bordeaux í Frakklandi á þessu tímabili.

Arsenal hefur lengi viljað fá Thomas Lemar frá Mónakó en talið er líklegra að hann fari til Liverpool.

Arsenal er í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni, fimm stigum frá fjórða sætinu en það er lágmarksárangur að komast í Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner