Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   þri 10. apríl 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Graham Poll: Marriner átti að koma í veg fyrir spjöldin
Mynd: Getty Images
Graham Poll er með reglulega pistla hjá Daily Mail þar sem hann fer yfir stærstu dómaraákvarðanir hverrar umferðar.

Arsenal lagði Southampton að velli með þremur mörkum gegn tveimur í afar fjörugum leik á sunnudaginn. Fjörið varð að hita undir lokin og fengu leikmenn beggja liða beint rautt spjald í uppbótartímanum.

„Andre Marriner er dómari sem reynir að hafa sem minnst áhrif á leikinn. Hann vill láta leikinn fljóta, en stundum getur það skapað vandræði eins og við sáum á Emirates á sunnudaginn," skrifar Poll í pistlinum.

„Góður leikur varð fljótt súr þegar Marriner leyfði ágreiningi tveggja leikmanna að ágerast."

Jack Wilshere togaði gífurlega mikið í treyju Jack Stephens meðan hann var með boltann og sleppti honum ekki eftir að hann losaði knöttinn frá sér. Stephens brást illa við þessu og réðst á Wilshere, sem féll til jarðar.

Stephens fékk rautt spjald, Wilshere gult og blandaði Mohamed Elneny sér í spilið og var rekinn af velli fyrir heldur litlar sakir.

„Marriner hefði getað komið í veg fyrir þessi rauðu spjöld með því að stöðva leikinn eins og sagt er til um í dómarabókinni. Ef ágreiningur tveggja leikmanna virðist ekki vera að leysast á að stöðva leikinn.

„Hann þurfti aðeins að flauta til að róa menn niður og hefði þá getað sleppt því að gefa öll þessi óþarfa spjöld."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner